Endurvinnsla á plasti. Mynd frá Plastplan / Recycled plastics. Photo from Plastplan

Endurvinnsla á plastic – Mynd Plastplan

„Innleiðing hringrásarhagkerfisins er nauðsynlegur þáttur í að Ísland nái markmiðum sínum í loftslagsmálum.  Innleiðingin þarf að ganga hratt fyrir sig og atvinnulífið þarf að vera leiðandi á þeim vettvangi. Til að við náum að draga úr kolefnisspori okkar þurfum við að breyta hugsunarhætti okkar og temja okkur að nýta betur það sem til er.“

– Guðlaugur Þór Þórðarsson,
umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

Um Hringrásarklasann

Neyslumenning nútímans hefur ýtt undir stuttan líftíma á vörum og þannig aukið ásókn í auðlindir. Í virku hringrásarhagkerfi eru kostir deilihagkerfis nýttir og þegar hætt er að nota vöru er efniviður hennar nýttur sem hráefni í nýja framleiðslu. Hringrásarklasinn er klasi íslenskra framsækinna fyrirtækja sem vinna í hringrásarkerfinu og vinna að því að breyta úrgangi í auðlindir.

composting - turning waste into soil - Melta

Melta úr lífrænum heimilisúrgangi – Mynd Melta

Undirbúningur verkefna þegar hafinn

Starfshópur hefur unnið að því í samvinnu við fyrirtæki, frumkvöðla og opinbera aðila að liðka fyrir framkvæmd hringrásarverkefna sem þegar hafa verið kortlögð og stuðla að því að þau komist í framkvæmd. Meðal þeirra verkefna sem þegar er hafinn undirbúningur að á grunni Hringrásarklasans eru:

  • 25.000 tonn af malbiki - endurnýting

  • 30.000 tonn af lífgasi - nýting

  • 4000 tonn af textíl - endurnýting

  • 5.000 tonn af bílavarahlutum - endurnýting

  • 4.000 tonn af fiskafurðum - fullnýting